Þá er fríið að verða búið.
Við erum komin heim eftir skemmtilega utanlandsför. En við þvældumst aðeins í rútu og á ferjum, aldrei þessu vant, við erum vön að leigja okkur bíl en vildum
prufa að vera í hóp. Sem er vissulega öðruvísi :). Ég ráðlegg öllum að skreppa yfir á La Gomera og njóta þeirra eyju sem er falin ferðamanna paradís.


Við verðum komin á fullt eftir helgina en næst á dagskrá er að fara í smá viðhald í 3 daga og svo er ferming hjá næst elsta barnabarninu, og það er yndislegt að sjá þessar elskur vaxa úr grasi sem er ekkert sjálfsagt.

Þessi elska hér á myndinni er fermingabarnið, sem er stolt þeirra sem að henni standa því hún er einstaklega skemmtilegur einstaklingur.
Vonandi fer sumarið að taka yfirhöndina á þessu vori okkar sem ekki hefur verið eins snjólétt og menn voru að vonast eftir.
Þangað til næst kær kv. Helga E.
Comments