Við höldum áfram veginn
Hér er búið að vera líflegt í sölu á kertunum, og þökkum við fyrir hversu vel er tekið á móti okkur. Þetta er svo sem ekki okkar fyrsta ár heldur okkar 20. starfsár og við erum þakklát að hafa lifað svo lengi í hörðum heimi viðskipta. Það hefur oft tekið á að keppa við erlenda framleiðendur.

Við erum með allskonar hliðarverkefni með kertagerðinni eins og þessar ilmstangir sem eru alltaf til hjá okkur en við vijum helst fá glös til að fylla á, því okkur finnst nóg um sóunina sem er í öllu þessi gleri sem er flutt inn og lendir svo í landfyllingum.
Eins erum við með olíur í ilmlampa og brennara, en sama er þar, við erum með glös, en viljum svo fá að fylla á þau eða önnur sambærileg. Þetta takmarkast því oft við sem eru hér næst en vonandi verða fleiri sem hugsa svona gangvart því sem er verið að flytja inn og fá í stórum skömmtum frá birgjunum svo þeir geti boðið upp á þessa þjónustu.
Svo viljum við minna á söluaðila okkar á kertunum :
Norðurland : Húnabúðin Blöndós - Innrömmun og Handverk Akureyri
Austurland : Frú Anna Fáskrúðsfirði
Suðurland : Skálinn Stokkseyri - Fittnessbilið Hveragerði
Reykjavík : Gjafir Jarðar.
Munið Lífið er of stutt til að kveikja á kertum sem ilma ekki :)
Þangað til næst, kær kveðja Helga í Töfraljósum
Comentários