Við finnum að nú...
styttist dagurinn og við erum farin að finna fyrir að húmið er farið að læðast aftan að okkur. En til að njóta þá eru Ágústkvöldin yndisleg og gaman að sitja úti og spjalla við kertaljós í kringum miðnættið því þá er yfirleitt logn allstaðar á landinum okkar góða :)
Við elskum að setja kertin í luktirnar og fá ilminn af kertunum líða yfir okkur. Ef mikið er að mýi þá notum við Lemongrass eða Lavender og Lemongrass og erum í góðum málum þá.
Eins og fyrr sagði í fréttum frá okkur, þá er gallerýið lokað tímabundið en fyrir þá sem vilja sækja vörur til okkar þá er um að gera að panta á netinu og þið fáið svo tilkynning jafnvel samdægurs um hvenær er hægt að sækja.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en hér eru linkar á kertin sem hafa reynst best í að hafa í kringum sig þegar bylgjurnar af mýinu birtist.
Comments