Við bætum við....
Vinsæl kerti yfir sumarið
Lavender ilmkertin Þurfum við eitthvað að segja um þenna ilm.
Ugly ilmkertin með sítrusilminum verið mjög vinsæl í útilegurnar.
Sjávardraums ilmkertin eru alltaf vinsæl.
Flauels Rómantík. Ilmkerti með mildum blómaangann
Svona mætti lengi telja.
Svo komu þessir ilmir inn og hafa vakið lukku. Við ákváðum að gera þessa skemmtulegu ilmi í veganvaxi. Við erum með 5 mismunandi kokteila kerti. Svo allir ættu að geta notið að fá kokteil við sitt hæfi :)
Eins og allir sem hafa fylgst með mér hef ég aðalega notað parafin vax. en nú erum við að gera tilraunir með vax framleitt nær okkur og því umhverfisvænna með flutningum í huga og eins eru það endurnýjanlegt jarðnæði sem ræktar þessa plöntu. Sem bóndi þá líst mér vel á þá þróun að kaupa af starfsbræðrum mínum á Norðurlöndunum.
Í þessari viku er frí póstsending, við verðum ekki við í maí, svo við ákváðum að hafa 2 afslætti í apríl. Notið afsláttakóðan "Afmæli25" Endilega nýtið þið ykkur það.
Þangað til næst, kær kveðja, Helga Elínborg í Töfraljósum
Comments