Við sem heima sitjum....
þetta á víst við okkur flest þessa daganna, það er eins og við séum að lifa í vísindaskáldsögu svo óraunverulegt en svo satt. En það styttir upp og lífið á eftir að verða kunnuglegt á ný og við getum brosað og faðmast. Kannski verður það aldrei eins því þetta mun marka yngri kynslóðina til langframa. En vonandi verður þetta saga sem verður eins og ævintýri í augum barnabarna þeirra.
Við framleiðum allskonar ilmkerti og mikið af sérpöntuðum í lita þemum eða ilmi. Á þessum tíma fáum við mikið
af fyrirspurnum um hvort við getum breytt litum á kertum og svarið er já .
Okkar helsta áskorun þessa dagana er að lýsa ilmum, og það er ekkert sérlega auðvelt því við skynjum ilmi mjög misjafnt. En við reynum okkar besta. Og ekki vera smeik að spyrja því við svörum öllum með ánægju.
Svo endilega hafið samband ef þið eruð að spá í eitthvað sérstakt, við erum með ilmolíur, ilmsprey og ilmstangir. Við erum ekki með þetta á vefsíðunni en framleiðum þetta eftir pöntunum.
Þangað til næst, kær kveðja Helga í Töfraljósum.
Comments