top of page

Tíminn líður hratt.....

Ég hef lítið verið að setjast niður og skrifa hér, ekki það að það hafi verið svo mikið að gera frekar má segja að lífið tók sjálfstæða ákvörun um að halda mér frá því að vera að skrifa mikið.

Semsagt veturinn sem er liðinn hefur verið heilmikill rússibani fyrir mig og ég er nokkuð sátt hvernig ég kem á endanum út eftir þennan vetur :)

Við hjónkornin skruppum aðeins í heitari lönd eftir áramót en hjá okkur er ekkert frí nema við komum okkur í burtu því annars erum við alltaf komin í vinnuna hvort sem það er frídagur eða við ætlum að taka okkur hvíldardag. Þegar þú ert með vinnuna heima eins og við þá fer hugurinn aldrei langt frá henni.



 

Við höfum verið að gera sumarkerti en svo kom þetta lúsmý og eftirsókn etir alskonar lavender kertum og spreyjum hafa verið ótrúleg, við gerum alltaf Ugly kertin en þau er góð til að hafa úti á palli þegar logn er og mýið sveimar í kringum allt og alla.

flugufælukerti (mý) virkar vel
Ugly kerti

Við fórum ekki hefbundnar leiðir í litavali á þeim þetta árið.. sumum finnst þau eigi bara að vera gul, en ég var bara ekki í stuði að hafa þau í þeim lit svo þau eru rauð, blá og jafn vel úti fjólublá.










 





Lavendersprey
Frískari Ilmúði

Svo gerðum við Lavendersprey sem virkar vel, það þarf ekki að nota mikið af því er eins og Sjávardraumsspreyið ótrúlega endingar gott. Við mælum hiklaust með þessu spreyi. Svona til að minna fólk á að þetta er allt framleitt hér heima,

svo veljum íslenskt .










 

Lavender kerti í glösum er alveg nýtt hjá okkur, við gerum yfirleitt ekki mikið í glösum, en þessi glös eru fengin hjá ABC barnahjálpinni og með því að versla þau styðjum við það góða starf sem þeir gera út um víðan heim. Við flytjum ekki inn glerglös viljum frekar nýta það sem tilfellur hér heima.






Þangað til næst kær kveðja, Helga í Töfraljósum

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page