Loksins, loksins...
segja margar konur á Selfossi, við erum í þessum töluðu orðum að gera kerti með hinum vinsæla Myrru Special ilm sem ég gerði fyrir margt löngu fyrri Snyrtistofuna Myrru sem var hér á Selfossi. Við erum með vinnuheiti á þessum ilm sem við köllum Sólarlag, og ég held að það verði endanlegt heiti á þessum yndislega ilmi sem ég vann með Þórdísi Þórðardóttur snyrtifræðingi með meiru :)
Hér er þessi yndislegu kerti mætt.
Við bættum einnig við einum vetrar - jólailmi sem heiti Mjúk Myrra. Hlýr ilmur með smá sítrus.
Nú er veturinn loksins mættur á Suðurlandið og við erum ánægð að sjá alvöru snjó loksins og það á Aðventunni, enda var síðasti vetur frekar kaldur og jörð meira og minna auð.

Þá er þetta komið í bili, þangað til næst kær kveðja, Helga í Töfraljósum
Comments