Hver er komin í jólastuð ?
Við erum komin með fyrstu jólakertin uppí hillu, og erum að gera meira, byrjum á að gera örfá glasakerti sem vinnheitið er Jólaveisla, þetta verða röndótt kerti sem eru með 3 mismunandi ilmum, en enda öll á Jólatrés ilm :) Við munum bjóða þeim sem eru á póstlistanum hjá okkur fyrst svo fara þau í almenna sölu.
Svo það er um að gera að skrá sig á póstlistann, við munum vera með alskonar tilboð fram að jólum fyrir okkar fólk sem ekki koma fram hjá öðrum en við munum halda uppá
20 ára afmæli Töfraljósa
um þessi jól.
Okkur þætti gott ef þeir sem eru að spá í aðvenntukerti hjá okkur hafi samband við fyrsta tækifæri, því við erum ekki að framleiða þau nema eftir pöntunum. Hér koma nokkrar útgáfur af því sem við gerum



Við erum ekki byrjuð að framleiða þannig að það er ekki linkur á þessi kerti.
Þetta eru þau sem hafa verið vinsælust hjá okkur síðustu ár.
Svona til að láta þá vita sem eru á ferðinni um helgina þá er opið hjá okkur og fleira en eitt tilboð í gangi fyrir þá sem gefa sér tíma til að kíkja við.
Heyrumst síðar kv. Helga í Töfraljósum
Comments