top of page

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir árið sem er að líða! Gerum 2024 upp og skoðum hvað við ætlum okkur 2025.

Árið 2024 var viðburðar ríkt í okkar einkalífi, og setti það örlítið mark á hvernig við þurftum að beita okkur síðustu mánuði ársins. Þetta vorum ýmsar þrautir lagðar fyrir okkur en við með bjartsýni komumst yfir þær og reyndum að láta það ekki bitna á fyrirtækjunum okkar, þ.e Töfraljósum og Compu. En ég hér í Töfraljósum nýtti alla tíma vel sem ég gat unnið og var ekki tilbúin að gefast upp fyrir því sem herjaði á mig. Ég vona að allir þeir sem skiptu við okkur séu ánægðir með kertin sín. En þau voru unnin í mikilli núvitund eins og það er kallað, ég gleymdi heiminum í kringum mig og naut þess að vinna og gefa af mér í kertagerðinni.


 

íslensk ilmkerti - vegan kerti
Kokteilar og önnur yndisleg angan.

Við urðum að prufa eitthvað nýtt og þá kom þessi yndislegi líkjör í kertin okkar. Við erum hér að prufa nýtt vax sem er blanda af repju og kókos vaxi. og þær tilraunir reyndust vel og því erum við komin með þessi kerti á síðuna okkar, tveir ilmir eru komnir á stjá í þessari blöndu.



Já svo nú á þessu ári munum við vera með slatta af kertum í glösum, sem er ný stefna hjá okkur, en við munum samt halda okkur við okkar vinsælustu kerti sem framleidd eru úr parafín vaxi. Enda höfum við náð að gera einstaka blöndu sem heldur vel í sér ilmnum þótt kertin eldist. Fyrir þá sem eru með glös frá okkur og vilja fá aftur í glösin, svona til að minnka sóun, er sjálfsagt að hafa samband og við munum sjá um að fylla á þau aftur.



 

En nú er nýtt ár og nýtt upphaf.. ekki satt, við tökum vel á móti nýju ári og brosum:) lífið er yndislegt :) Þangað til næst, kær kveðja úr vinnstofunni hjá Töfraljósum






Коментарі

Оцінка: 0 з 5 зірок.
Ще немає оцінок

Додайте оцінку

Hér er hægt að skoða það sem áður hefur birst.

Archive

Search By Tags

Follow Us

  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page