Er einhver farinn að telja niður ?
Já við :) Við erum farin að gera Jólakerti.. trúið þið því ? :) Þar sem við þurfum alltaf að hugsa nokkra mánuði fram í tímann þá er Jólin ákaflega stutt undan fyrir okkur.
Þarna sjáið þið fyrstu framleiðsluna, af "Jólin eru að koma". Við verðum eins og í fyrra með ca. 3 gerðir í glösum. En við setjum þau ekki á síðuna fyrr en í lok september, en það er hægt að hafa samband ef þið viljið nálgast þau fyrr.
En það er nóg til að sumarkertum, og fyrir þá sem eiga leið um Selfoss og þá er ennþá eitthvað eftir af " Ugly útikertum" (mýfælukerti) en þau eru ekki á síðunni eingöngu seld í Gallerýinu hjá okkur.
En við eigum nóg af Lavender og Lemongrass þau virka vel innanhús fyrir mýi.
Eins fyrir ferðalanga þá erum við með handhægar málmdósir með Lavender.
Þetta er svosem allt sem ég hef í bili,
en vonandi fáum við Sunnlendingar meira af sól og hita í Júlí.
Enn þangað til næst, kær kveðja, Helga í Töfraljósum.
Comments